Ísland verður seint land ferðaþjónustu sem undirstöðugreinar, séu þar ekki greidd mannsæmandi laun. Fyrirtæki í ferðaþjónustu bera sjálf ábyrgð á vanda, sem stafar af hlægilega lágum launum. Þar á meðal er tjónið, sem stafar af að geta ekki staðið við staðfestar pantanir. Þess vegna ber ferðaþjónustunni að slíta sig úr félagi gráðugra atvinnurekenda og samþykkja hófstilltar kröfur stéttarfélaga. Ekki er nóg, að fyrirtæki í ferðaþjónustu biðji atvinnurekendur um að láta af forherðingu. Þau verða að taka forustu um að verja nýfengna stöðu sína sem traustasti atvinnuvegurinn. Takið því til hendinni og semjið sér.