Skilur ekki kannanir

Punktar

Bjarni Benediktsson skilur ekki skoðanakannanir. Samkvæmt fésbók virðist hann halda, að MMR hafi mælt, hver sé fæddur leiðtogi, trausts verður, heiðarlegur, gæddur persónutöfrum, í sambandi við almenning og gæti hagsmuna hans. Það gerði könnunarstofnunin alls ekki. Að hætti erlendra könnunarstofnana spurði hún fólk staðlaðra spurninga um skoðanir á þessum atriðum. Niðurstaðan var, að nánast engir töldu Bjarna vera til forustu fallinn að neinu leyti. Skoðanakönnun mælir bara skoðanir fólks. Það hefur farið framhjá ráðherranum. Allar tölur í könnun MMR sýna óbeit fólks á „foringjanum“ Bjarna. Mæla ekki neinn veruleika að baki.