Píratar ræna bófana

Punktar

Samkvæmt Gallup eru Píratar orðnir langstærsti flokkurinn, komnir í 30%. Hafa sópað fylginu frá bófaflokkunum tveimur. Sem hafa fylgi í sögulegu lágmarki, Sjálfstæðis með 23% og Framsókn með 10%. Alls styðja 32% ríkisstjórn bófanna, álíka fjöldi og styður Pírata. Aldrei hefur ríkisstjórn haft minna fylgi. Fólk sér líka, að lausnin undan kvöl bófanna felst ekki í Samfylkingunni, 14%, eða í Vinstri grænum, 11%. Kjósendur sjá líka gegnum Bjarta framtíð, 8%, og stuðning hennar við kvótagreifa, eigendur Sjálfstæðis og Framsóknar. Þessi gleðitíðindi frá Gallup sýna, að sumar kemur og betri tíð með blóm í haga. Burt með bófana.