Þriðji heimur hér

Punktar

Landlæknisembættið hefur fundið út, að þeim fjölgar ört, sem fresta eða neita sér um læknisþjónustu. Hvort tveggja er vegna aukinnar fátæktar. Einkum reynist þetta vera unga fólkið. Jafnframt fjölgar þeim ört, sem ekki taka út lyf vegna aukinnar hlutdeildar sjúklings í kostnaði. Landspítalinn er hættur að nota ný lyf, sem virka. Notar í staðinn ódýrar Afríkubirgðir gamalla lyfja með vondar aukaverkanir. Aðstæður á spítalanum eru ekki lengur vestrænar, heldur eins og í sjúkraskýli á styrjaldarsvæðum Sýrlands. Galin ríkis stjórn rænir og ruplar öllu lausafé. Fórnar meira að segja sjúklingum til að safna fyrir kvótagreifa.