Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur lagt tvö raforkulög fyrir alþingi. Markmiðið er að reyna að hindra, að jarðstrengir leysi raflínuturna af hólmi. Þau þrengja jarðstrengjakosti og takmarka getu sveitarfélaga til að verjast ágangi hins illræmda Landsnets. Ætla mætti, að raflínuturnar séu kirkjur eða helgistaðir orkuráðherrans, þvílíkar mætur hefur hún á þeim. Vill einkum koma þeim fyrir á friðuðum og öðrum viðkvæmum svæðum á Sprengisandi, í Öxnadal og Skagafirði og á Reykjanesskaga. Sér í lagi vill hún, að Hafnfirðingar fái að njóta turnanna. Ragnheiður Elín er ekki bara bjáni, heldur er hún líka hættuleg landi og þjóð.