Þegar einokunarstofnunum ríkisins er breytt í opinber hlutafélag, er einokunin græðgisvædd. Markmið græðginnar taka við markmiðum almannaheillar. Öll spjót eru höfð úti við að reyna að misnota einokunina. Gott dæmi er Isavia. Þar er gráðugur forstjóri, sem talar um, að starfsmenn þurfi að vera graðir, það er væntanlega tillitslausir. Nú reynir einokunin að láta leigubílstjóra borga hagsmunagjald fyrir að fá að taka upp farþega fyrir utan Leifsstöð. Isavia og aðrar stofnanir, sem hafa verið hlutafélagavæddar á liðnum árum, þurfa aftur að verða stofnanir. Þannig verður hindrað, að almannaheill víki fyrir ofurgræðgi.