Labour nær ekki vopnum sínum þrátt fyrir vonda og óvinsæla Tory ríkisstjórn í Bretlandi. David Cameron hefur skást fylgi í skoðanakönnunum. Ed Milliband er frosinn í gamla Blair-ismanum, það er „Thatcher light“, og býður ekki nothæft mótvægi við íhaldið. Í kjörinu um sjálfstæði Skotlands gerði Milliband þá villu að standa á forsendum Íhaldsflokksins gegn sjálfstæðinu. Því er Milliband lík í lestinni. Í Skotlandi hefur Skozki þjóðarflokkurinn hreinan meirihluta. Nicola Sturgeon er á réttum stað í pólitík, til vinstri við Verkamannaflokkinn. Hún mun fá alla þingmenn Skotlands á fimmtudaginn og velja ríkinu forsætisráðherra.