Dýrkeypt er froðan

Punktar

Miði á froðufund í Hörpu um afmæli kosningaréttar kvenna kostar 140 þúsund krónur. Þar mun froðufólk mæta til að hlusta á froðuaðal. Fólk, sem getur látið stofnanir og fyrirtæki borga fyrir sig snobb. Ég efast samt um, að íslenzkar stofnanir hafi ráð á slíku bruðli. Nokkuð er þó um svona viðburði erlendis. Sameiginlegt einkenni er að gefa þotuliði færi á að skilja sig frá plebbum. Færi á að ímynda sér, að það sé eins konar aðall. Annað sameiginlegt einkenni fundanna er, að þeir skipta alls engu máli. Froðufólk hlustar á froðusnakk um, hvað froðuaðall hafi gert mikið fyrir almenning, menninguna og framtíðina.