Ekki er nóg með, að ráðherrar og þingmenn bófaflokkanna tveggja séu vondir menn með illt í hyggju. Eru líka afspyrnu heimskir, sem er hálfu verra. Ragnheiður Elín hefur beinlínis fjögur handarbök og tíu þumalputta, þegar hún þykist kosta verndun ferðastaða. Sigurður Ingi böðlast um völlinn og gerir allt brjálað og nær engu fram. Gunnar Bragi á í óskiljanlegum bréfaskriftum við kontórista í Bruxelles. Eygló talar um gæzku sína, en enginn bófanna hlustar. Kristján Þór stútaði Landsspítalanum. Illugi er á framfæri orkubófanna. Bjarni eys benzíni á eld verkfalla. Sigmundur er samfellt frík. Vigdís vermir enn varamannabekkinn.