Snerist á punktinum

Punktar

„Auðlindasjóður er nokkuð sem ég hlýt að setja fyrirvara við vegna þess að við erum með sjálfbærar auðlindir.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, þegar hann var í stjórnarandstöðu. Núna ber hann sér á brjóst og mælir með auðlindasjóði. Það er auðvelt fyrir vindhanann að snúast eftir vindi í 180 gráður á svipstundu. Auðlindasjóður var freistandi áður en Bjarni skipti um skoðun og er það enn. Sjóðurinn þyrfti að vera hannaður að hætti norska olíusjóðsins. Annars mundu Engeyingar bara klófesta hann. Eins og arðurinn af símanum var klófestur, þegar Davíð sagðist reisa hátæknisjúkrahús. Íslenzkur auðlindasjóður þarf að ná yfir auðlindarentu af sjávarútvegi, orku og ferðaþjónustu, sem eru okkar auðlindir.