Klofningur meðal greifa

Punktar

Meðan greifarnir í Reykjavík sitja pikkfastir í þvermóðsku eru minni greifar að semja við stéttarfélagið á Húsavík. Einn í einu, tveir á dag. 24 greifar á svæðinu hafa skrifað undir samninga, þeir mikilvægustu á svæðinu. Samningarnir fela í sér, að kröfur stéttarfélaga eru samþykktar, enda ótrúlega hófsamar. Þær snúast mest um þessi margfrægu 300.000 króna lágmarkslaun, sem eru samt undir framfærslukostnaði. Húsavík sýnir, að ekki eru allir sáttir við, að greifarnir í Reykjavík geti tekið allt þjóðfélagið í gíslingu þvermóðskunnar. Þeim ber nú að hætta að rífa hár sitt og skegg og fara að skrifa undir. Strax um helgina.