Gerum Hallgrímskirkju að mosku á fjögurra vikna fresti, viku í senn. Þá taki við vika fyrir Ásatrúarmenn og vika fyrir Mammon. Ein vika auðvitað líka fyrir kristna. Trúartáknum þessara fjögurra merku trúarbragða mætti koma fyrir á snúningshringjum. Einu sinni í viku væri dýrðinni snúið um fjórðung úr hring með klukkuspili og bænakalli. Flottara en í Grafarkirkjunni í Jerúsalem, þegar söfnuðir skiptast þar á völdum. Og flottara en sjónarspilið í klukkuturninum í Prag. Hálfur heimurinn mundi flykkjast hingað til að vera viðstaddur þessa dramatísku sýningu um, hvernig einn söfnuður tekur við af öðrum í guðs friði eða þannig.