Í tvö ár hefur ríkisstjórnin einbeitt sér að stuðningi við auðbófana. Byrjaði strax að afnema auðlegðarskatt og lækka auðlindarentu. Bjó til „leiðréttingu“ fyrir vel stæða á kostnað skattgreiðenda. Breytti vaskinum til að hækka verð nauðsynja og lækka verð á lúxus. Bjarni Ben talar um jöfnuð sem „vandamál“ og gerir hróp að stéttarfélögum. Reynt er að gefa kvótagreifum makrílkvótann. Stéttarfélögin hafa loksins fattað, að Gylfi Arnbjörnsson og frjálshyggju-hagfræðingar hans í Alþýðusambandinu eru hafðir að fífli. Þess vegna er allt á hvolfi í kjarasamningum og ekki lengur hlustað á Gylfabull um verðbólguáhrif.