Skondið er, hversu mikil stéttvísi er í skoðunum læknaforstjóra. Landlæknir og forstjóri Landsspítalans voru lítt sýnilegir, þegar læknar fóru í verkföll í vetur. Landlæknir og forstjóri heimtuðu ekki lög á verkföll þeirra, enda báðir læknar. Nú vill Landlæknir hins vegar ólmur fá sett lög gegn verkföllum annars starfsfólks Landsspítalans. Og forstjóri Landsspítalans gælir við sömu hugsun. Svo stéttvísir eru þessir tveir læknar, að þeir láta sig litlu varða samræmi í eigin skoðunum. En rökhyggja hefur aldrei verið sterka hliðin á Íslendingum. Að minnsta kosti ekki þegar þeir telja sig þurfa að gæta hagsmuna „sinna manna“.