Bíll á hvern hjólamann

Punktar

Christchurch í Nýja-Sjálandi hefur sinn Savonarola í borgarstjórn eins og okkar Reykjavík. Leggur þar hundruð milljóna í hvern götustubb til að þrengja hann, fækka akreinum og leggja hjólreiðabrautir. Eins og á Hofsvallagötu, Borgartúni og Grensásvegi. Að því er virðist til að hindra slysin, sem þó höfðu þar engin orðið. Í Christchurch er háskóli og þar er prófessor Glenn BOYLE, sem kannaði kostnaðinn við hugsjón Savonarola. Fann út, að þessi aukning reiðhjólaumferðar þar í borg kostaði svo mikið, að ódýrara hefði verið að gefa öllum hjólamönnum bíl af tegundinni Suzuki Altos. Einn bíl á hvern. Margir hefðu frekar þegið bílinn.