Ærandi þögn fimmflokks

Punktar

Björn Valur Gíslason heldur uppi merki Vinstri grænna í umræðunni. Lætur höggin dynja daglega á ríkisstjórninni. Væri ekki Björn Valur, væri flokkurinn dauður. Latir þingmenn flokksins telja sér ekki skylt að sinna umræðunni í samfélaginu, nema úr ræðustól á alþingi. Þegar ekki er þingfundur, er alger þögn í flokknum. Þögn um allar helgar, allar nefndavikur, öll frí, öll sumur. Sama er að segja um Samfylkinguna, nema þar er enginn Björn Valur. Fyrir nokkrum árum hömuðust menningarvitar flokksins á fésbók. Nú er öll umræðan á blogginu og fésbókinni í höndum flokkslausra, sem daðra helzt við Pírata. Þögn fimmflokksins er ærandi.