Lögregluógnin mesta

Punktar

Víða á Vesturlöndum er lögreglan orðin mesta ógnin við öryggi borgaranna, ríki í ríkinu. Í Danmörku lýgur njósnalöggan meira að segja ítrekað að ráðherranum. Í Þýzkalandi stundar njósnalöggan iðnaðarnjósnir í kyrrþey fyrir Bandaríkin gegn þýzkum hagsmunum. Á Ítalíu er verið að dæma lögguna í Genúa fyrir ofbeldi á götum úti. Óeirðir nútímans eru mestmegnis lögregluóeirðir. Raunar er löggan víða orðin helzti terroristi þjóðfélaga. Í þriðja heiminum er ástandið enn verra. Þar forðar fólk sér, ef það sér löggu. Bandaríkin eru hluti af þriðja heiminum og sums staðar þar skýtur löggan svertingjana nánast að gamni sínu.