„Eruð þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ Þannig talaði fávís samningamaður ríkisins niður til samningamanns lífeindafræðinga. Telur að þriggja ára nám í aumustu fræðigrein heims sé merkara en fjögurra ára nám í alvörufagi. Líklega stafar það af, að samningamaðurinn telur peninga æðri en fólk. Mjög dæmigert fyrir ráðamenn í þjóðfélaginu. Hafa ekki hugmynd um æðri gildi. Finnst í lagi, að menn, sem koma okkur á hausinn, séu betur launaðir en þeir, sem halda okkur á lífi. Ofan á fáfræðina í yfirlýsingu samningamannsins leggst heimskan og hrokinn að halda, að yfirlæti frá 2007 stuðli að samningum.