Lög og reglur blífi

Punktar

Markmið vegabréfa er að sýna fram á, að maður sé sá sem maður þykist vera. Ekki gengur, að fólk geti af trúarástæðum heimtað að fá að vera í dulargervi á mynd í vegabréfi. Fastar reglur um andlit hljóta að ná til múslima eins og annarra. Veraldlegt ríki getur ekki tekið tillit til sérvizku trúfélaga. Alveg eins og veraldlegt ríki getur ekki tekið matvæli úr umferð í mötuneytum með tilliti til sérvizku trúfélaga. Íslenzka ríkið er að leka í átt til óhóflegrar tillitssemi við trú múslima. Trúfrelsi jafngildir ekki frelsi frá siðum og reglum hvers lands. Sætti fólk sig ekki við siði og reglur lands, fer það ekki í það land.