Snorri og frjálsa valið

Punktar

Snorri í Betel fær litlar þakkir fyrir að benda á, að fólk hefur val. Óvinsælt er að heyra sig bera einhverja ábyrgð á örlögum sínum og sinna. Auðvitað hefur fólk val um, hvort það byggir hús sitt á sandi. Eða á skilgreindu flóðasvæði. Sama er að segja um bæjarfélög, þau hafa val um að skipuleggja lóðir á slíku svæði. Eins er um pólitík og lýðræði. Fólk hefur val um þrælahald og margir kjósa þrælahaldið. Rétt eins og margir skipuleggja lóðir á flóðasvæði og aðrir byggja sér hús á flóðasvæði. Þetta er spurningin um frjálsa valið, hvort fólk  sé að einhverju leyti sinnar gæfu smiðir. En slík umræða er tabú hér á landi.