Freki karlinn fundinn

Punktar

„Freki karlinn“ er orðinn að miðlægu hugtaki í tali fólks um pólitíkina. Mig minnir, að Jón Gnarr sé höfundur hugtaksins. Hann sagðist oft hafa hitt freka karlinn, sem reynir að valta yfir allt og alla. Ég hef verið að velta því fyrir mér, hver sé þessi persóna í raun. Með komu nýrrar ríkisstjórnar hélt ég fyrst það geta verið Sigurður Ingi Jóhannsson. Tuddaðist um víðan völl, en mannaðist síðan. Eða málhölt Vigdís Hauksdóttir, en hún reyndist bara tala hraðar en hún hugsar. Nú veit ég, að „freki karlinn“ er Jón Gunnarsson, sem hatar víðernin eins og pestina, enda gamall bóndi. Brýtur lög og reglur í taumlausri frekju.