Vantraust kjósenda á Sigmundi Davíð og Bjarna Ben er heimsmet í sögu kannana. Þeir slá út Richard Nixon í hans pólitísku dauðateygjum eftir Watergate. Eru jafnvel óvinsælli en Evrópusambandið er í Grikklandi, sem má þó teljast nánast ókleift. Engir pólitíkusar, sem urðu hálfdrættingar á við Sigmund og Bjarna í óvinsældum, náðu aftur vopnum sínum. Þegar óvinsældir eru orðnar yfirþyrmandi, glatast öll inneign, þeir njóta ekki einu sinni vafans. Slíkir verða pólitísk lík, unz þeir hrekjast úr embætti. Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson eru pólitísk lík og verða aldrei vaktir upp. En líkin límdu sig við stólinn sinn.