Inneignin er horfin

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn gat í gamla daga fullyrt ýmislegt, sem hefði ekki staðizt skoðun. En fólk tók orð foringjanna gild. Þeir höfðu mest fylgi. Höfðu inneign, voru taldir hjálpa fátækum sem ríkum. Nú er öldin önnur. Flokkurinn stóri er bara miðlungur að stærð. Forustumenn hans eru ítrekað staðnir að helberu rugli. Flokkurinn hefur ekki lengur þá gömlu inneign, sem áður dugði til trausts. Fólk trúir ekki lengur, að kaupmáttur okkar sé sá mesti í sögunni, skuldir fólksins hraðminnki, launin séu næstum bezt í heimi og hamingjan mest. Veruleiki fólks er annar. Öll inneign er horfin, traustið hrunið og sumarið kemur aldrei aftur.