Helztu friðarspillarnir

Punktar

Þegar þjóðfélagið er á hvolfi út af vinnudeilum, er alþingi upptekið við að ræða frekju Jóns Gunnarssonar. Hann vill setja lítt rannsakaða virkjunarkosti úr bið í virkjanaflokk. Þverbrýtur lögformlegt ákvarðanaferli til að stífla þingstörf á örlagastundu. Hann er þó ekki einn um að bregða fæti fyrir úrlausn vinnudeilna. Forsætis og fjármálaráðherra hafa kastað skætingi í verkfallsfólk. Ríkið hefur beina aðkomu að sumum vinnudeilunum og óbeina að hinum. Að vísu á ríkið ekki að niðurgreiða kaupgreiðslur atvinnurekenda. En það getur látið hjá líða að ausa benzíni á eldinn. Aðgerðir ráðherra eiga meginþátt í reiði fólks.