Einkenni auðlinda er, að eftirspurn er meiri en framboð. Það gildir um fisk í sjó, ferðaþjónustu og orku fallvatna og jarðhita. Þessar þrjár greinar eru svonefndar þjóðarauðlindir. Af þeim getur þjóðin fengið sjóð af auðlindarentu eins og Norðmenn fá sjóð af sinni olíu. Við höfum klúðrað þessu mikilfenglega. Til að finna rentuna er einfaldast að bjóða út afnot af auðlindunum. Og leigja þær til hæstbjóðandi, með hliðarafsláttum til að styrkja byggð á fallanda fæti. Vel þekkt markaðslausn með félagslegu ívafi. Til að hindra þessa skynsemi höfum við tvo bófaflokka og til að tala út og suður höfum við fjórhjól með varadekki.