Sumir telja, að Dagur B. Eggertsson mundi bæta Samfylkinguna, tæki hann við af Árna Páli Árnasyni. Þeir ættu að hafa þetta í huga: Umhverfisstefna Reykjavíkur á valdatíma Dags hefur verið ömurleg: Engar hömlur lagðar á Orkuveituna. Hún er enn á linnulausu orkufylleríi. Hellisheiðarvirkjun er svo ósjálfbær, að virkja þarf Hverahlíðar til uppfyllingar. Hellisheiðarvirkjun fylgir margfalt meiri brennisteinsmengun en ráð var fyrir gert. Veldur einnig jarðskjálftum. Faxaflóahafnir undirbúa meginmengun án umhverfismats með sílikon-tetraklóríð verksmiðju á Grundartanga, þrátt fyrir rygti Silicor/Calisolar í Kanada og USA.