Ráðherrar eru komnir í hár saman út af ábyrgðarlausum loforðum Framsóknar um niðurgreiðslur á húsnæði. Auðvelt er að sjá, að enginn peningur er í kassanum. Honum hefur öllum verið sóað í þágu hinna auðugustu. Í lækkun auðlindarentu og afnám auðlegðarskatts, breytingar á vaski og niðurgreiðslur íbúðalána hjá vel stæðu fólki. Vandinn felst í, að hér er hálf þjóðin á undirlaunum, sem duga ekki til framfærslu. Fólk þarf að eiga fyrir þaki yfir höfuðið án millifærslu úr ríkissjóði. Húsnæðisráðherra talar í austur og fjármálaráðherra í vestur. Sú deila magnar enn vantraust fólks á ríkisstjórninni, sem var þó ærið fyrir.