Sumir draumar eru dagdraumar. Sumar martraðir eru dagmartraðir. Ein slík sækir ítrekað að fjármálaráðherra, þegar hann gengur frá skrifstofunni út á stéttina. Sýnist honum þá koma strætó, alltaf með sama númeri og sama bílstjóra. Sá sýnir honum löngutöng og Bjarni Benediktsson rífur hár sitt. Spurning er, hvort ekki megi létta þessari dagmartröð af ráðherranum. Undir siðblindunni leynist góður strákur, sem viti, að honum þarf að sýna löngutöng. Fornu minnin þarf að strika út. Ófært er, að ráðherra hafi gallaða siðblindu. Önnur spurning er, hvað gamla draumabókin segir um martröðina, þegar þjóðarstrætó sýnir Bjarna löngutöngina.