Lærum af reynslu annarra

Punktar

Uppboð aflakvótans mun færa þjóðinni auðlindarentu, sem hún fer enn á mis við. Uppboð er leið markaðshagkerfis að hagkvæmustu niðurstöðu. Því er ríkisstjórnin svona andvíg uppboðum, hún er andvíg frjálsum markaði. Er í vinnu hjá greifum, sem fá auðlindina frítt. En markaðslausnina þarf að framkvæma þannig, að hún tryggi hlut minni skipa og sjávarplássa á fallanda fæti. Uppboðum má skipta í stærðarflokka skipa. Og veita má afslátt af rentu fyrir löndun afla í byggðum, sem hafa farið halloka. Slíkar félagslegar hliðarleiðir hafa reynzt ágætlega erlendis. Við getum svo sannarlega lært af reynslu annarra í auðlindarentunni.