Réttur texti án innihalds

Punktar

Töluvert hef ég skrifað um yfirlýsingar Sigmundar Davíðs gegnum tíðina. Þær eru afar skrítnar, yfirleitt skrifaðar eða sagðar á íslenzkt réttu máli. Öfugt við Vigdísi Hauksdóttur, sem segir brengluð orð og setningar. Þegar ég reyni að skilja, hvað Sigmundur meinar, næ ég engu samhengi. Hann flytur rétta, en samhengislausa íslenzku. Orsakasamhengin eiga sér ekki raunverulega rökfræði. Hann bullar út í loftið – á réttu máli. Flytur heilar ræður samhengislausar. Nýtt dæmi er innleggið í deilu Eyglóar Harðardóttur og Bjarna Benediktssonar. Sigmundur segir einhug í stjórninni um deiluna og rökstyður með – raunar engu.