Jafnvel rauðsprettan frábær

Veitingar

Hef forðast að kaupa rauðsprettu í fiskbúðum og veitingahúsum. Finnst of oft vera gömul lykt af henni. Eins og lyktin var í fiskbúðum áður en farið var að spúla þær daglega. Hef tekið eftir, að margir aðrir finna ekki þessa fýlu. Þannig var á föstudaginn á virðulegu veitingahúsi. Mér fannst ég vera eitthvað skrítinn, kannski væri lyktin bara í hausnum hjá mér. Svo datt ég inn á Kopar í verbúðunum í hádeginu í gær. Fékk þar þessa rosalega fínu rauðsprettu (2090 kr) án vondu lyktarinnar. Maturinn var frábær. Nú segi ég ekki lengur, að Kopar sé eitt af fimm beztu í landinu. Kopar er eitt þriggja beztu matarhúsa landsins.