Þrælahaldarar hafa spilað út öllum hefðbundnu trompunum sínum gegn þrælunum. Atvinnurekendur hóta að hækka verð á vörum og þjónustu og kenna þrælunum um. Atvinnurekendur hóta að segja fólki upp vinnu og kenna þrælunum um. Stjórnin hótar að virkja í víðernum landsins til að refsa þrælunum. Til viðbótar er nýtt vopn, krítarkortin. Banksterar gera þræla háða krítarkortum og ætlast til, að þeir séu þægir, er kemur að skuldaskilum. Átti endanlega að slá verkfallsvopnið út höndum þrælanna. En það virkar bara ekki, þrælarnir eru of reiðir. Jafnvel í VR hafa þrælarnir skellt hurðum. Þá er fokið í flest skjól hjá þrælahöldurunum.