Þú getur ekki hindrað, að atvinnurekendur hækki verð á vöru og þjónustu eftir kjarasamningana. Þeir búa flestir við fáokun og munu gera samsæri gegn þér. Þú getur heldur ekki hindrað, að þeir kenni þér um glæpinn. Þeir gera það nú þegar og munu áfram gera. Eina leiðin til að verjast er að vísitölubinda laun inni í kjarasamningum. Með vísitölubindingu axla atvinnurekendur ábyrgðina á að halda verðlagi í skefjum. Munu þá sjá, að þeir hafa ekki lengur frítt spil. Það er eina vörn þín gegn ofsóknum sameinaðra bófa; atvinnurekenda, ríkisstjórnar, auðgreifa, greiningardeilda, úreltra peningafræðinga, AGS og eigenda fjölmiðla.