Íslenzk-ameríska martröðin

Punktar

Íslenzk-ameríski draumurinn er búinn. Fólkið er vaknað og sér veruleikann. Það er dæmt til þrældóms. Ekki dugir að vinna til velmegunar eins og skepna, þú færð frostpinna að launum hjá Granda. Ekki dugir að mennta sig til velmegunar, þú færð kostnaðinn aldrei til baka. Stiginn milli stétta hefur verið tekinn burt. Fólk fæðist, lifir og deyr í sömu stétt. Velmegun byggist ekki á vinnu, dugnaði eða menntun. Hún byggist á samböndum fjölskyldna, misnotkun á aðstöðu, pólitískum pilsfaldi. Stéttaskipting er föst, fyrst í Bandaríkjunum, síðan hér. Sértu fæddur í undirstétt, eignastu enga íbúð og hefur ekki efni á að leigja.