Skilur ekki þjóðina

Punktar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur þjóðina geðveika. Kvartar yfir „rofi milli raunveruleika og skynjunar eða umfjöllunar“ hjá þjóðinni. Þetta er gagnkvæmt, þjóðin telur Sigmund Davíð veruleikafirrtan. Vantraustið á honum jafngildir Íslandsmeti. Slík er gjáin milli hagsmunagæzlumanns auðgreifa og borgaranna, það er þrælanna, sem standa undir þjófræði og auðræði ríkisstjórnarinnar. Vantraustið á honum er ekki tízkufyrirbæri. Stafar öllu heldur, að þjóðin er að átta sig á, að harðdræg ríkisstjórn Sigmundar Davíðs er afar andvíg hagsmunum almennings, einkum fátækra. Fylgisaukning pírata er því alls ekki „ótrúleg“.