Blair-istarnir í Verkamannaflokknum sættu afhroði í brezku þingkosningunum. Mun róttækari Skozki þjóðarflokkurinn var sigurvegari í Skotlandi. Segir mér, að Thatcher light er engin framtíð. Verkamannaflokkurinn þarf að breyta um stefnu. Ekki til að líkjast Íhaldsflokknum enn meira, heldur til að nálgast sinn eigin uppruna. Brezkir kratar geta lært af Skotum. Eins og Samfylkingin þarf að hætta Thatcher light. Sjáið bara þessi massífu verkföll, sem hér bresta á. Fólkið er farið að fatta, að gegn bófum við völd dugir fátt nema harkan sex. Bankavinir eins og tanaður Árni Páll eiga engan séns. Þetta vita raunar flestir kratar.