Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur einstæða hæfileika til að koma illu af stað. Í reiðilestri gærdagsins magnaði hann verkfallsátök. Lýsti beinlínis yfir, að ríkið mundi ekki semja við starfsfólk að sinni. Játaði þannig, að ríkisstjórnin bæri sjálf ábyrgð á hörmungunum á Landspítalanum. Lýsti beinlínis yfir, að hann mundi leggja skatta á alþýðuna upp á móti því, sem hún næði í samningum. Þannig gulltryggði hann, að ekki verður samið, fyrr en ríkið lofar upp á rest af æru að forðast framkvæmd hótana. Galinn siðblindingi fékk útrás, en skynsamlegt var það ekki. Silfurskeiðungurinn er freka barnið, gargar, þegar það fær ekki nammið.