Birgitta og Katrín

Punktar

Samkvæmt atkvæðagreiðslu notenda EYJUNNAR eru tveir stjórnmálamenn brúklegir. Það eru þær Birgitta Jónsdóttir með einkunnina 6,8 og Katrín Jakobsdóttir með einkunnina 6,6. Rétt er, að þær myndi næstu ríkisstjórn. Þetta er að vísu ekki alvöru skoðanakönnun eftir vísindareglum, heldur bara atkvæðagreiðsla, þar sem þáttakendur velja sig sjálfir. Á botninum eru auðvitað framsóknarmenn, Sigurður Ingi með 2,5, Gunnar Bragi með 2,2 og sjálfur kraftaverkamaðurinn Sigmundur Davíð með 1,9. Hinn pirraði Bjarni Ben er neðarlega með 3,6, skríður upp fyrir flokksfólk sitt, Illuga með 3,5 og Ragnheiði Elínu með 2,7. Dapurlegar tölur.