Í stéttskiptu þjóðfélagi þriðja heimsins eru að minnsta kosti tvær stéttir, þau sem eiga og þau sem ekki eiga. Í norðanverðri Evrópu eru mörkin orðin óljósari. Í Bandaríkjunum og nú síðast hér á landi eru þau að harðna. Í Bandaríkjunum er vel stæða fólkið í læstum hverfum og fyrir utan magnar löggan stríð við svarta. Eins og í þriðja heiminum skiptist yfirstéttin í þau sem er sama og þau sem er ekki sama. Hér á landi er kominn hópur silfurskeiðunga, sem er sama um afdrif þess helmings þjóðarinnar, er á ekki neitt. Silfurskeiðungar telja sig vera þjóðina og vilja ekkert um hina vita. Þannig eru Bjarni Ben og Sigmundur Davíð.