SEX yfirmenn alþjóða fótboltasambandsins, FIFA, voru handteknir snemma í morgun á greifahótelinu Baur au Lac í Zürich. Sakaðir um að hafa þegið verðgildi tíu milljarða króna í mútur. Varforsetinn Jeffrey Webb var einn hinna handteknu. Sepp Blatter forseti var annars staðar í Zürich í morgun og ekki handtekinn. Þetta er í kjölfar uppljóstrana um, að 47 atkvæði í formannskjöri hafi verið boðin til sölu. Reiknað er með, að fjórtán yfirmenn aðrir geti sætt handtöku á næstunni annars staðar í heiminum. Fjör er í spillingunni víðar en í makríl við Íslandsstrendur. Blatter hefur gert FIFA að voldugum glæpasamtökum á heimsvísu.