Auðgreifar landsins sækja ekki aðeins fram gegn fátæklingum, láglaunafólki og fólki, sem þarf á velferð að halda. Þeir sækja líka fram gegn ungu menntafólki. Langskólagengið fólk er við hlið annarra í biðröð eftir matarúthlutum. Eignast ekki húsnæði eins og var hægt í gamla daga. Senn líður að því, að unga fólkið áttar sig á, að menntun er gagnslítil aðferð við að komast í traustan fjárhag. Listamenn og rithöfundar sjá nú þegar, að þjónar auðsins í pólitíkinni hata menninguna og reyna að stöðva styrki hins opinbera. Smám saman eykst skilningur miðstétta á, að þær eiga við sama vanda að stríða og undirstéttir samfélagsins.