Vestræn viðbrögð

Punktar

Ætla má, að um 3.400 af um 30.000 hryðjuverkamönnum múslima komi frá vestrænum löndum (GUARDIAN). Í prósentum eru þetta lágar tölur, allur þorri múslima er eins og fólk er flest. En þessir 3.400 geta orðið hættulegir vestrinu, þegar þeir koma til baka. Því hafa ýmis ríki gripið til þess ráðs að neita þeim um endurkomu. Einfaldara og ódýrara en að setja upp fullnægjandi eftirlit, sem reynist svo ekki nægja. Ekki er vitað um neinn hryðjuverkamann frá Íslandi, en eðlilegt er að gera ráð fyrir, að svo verði. Líka þarf að fylgjast með moskum, er reistar eru af fé Sádi-Araba og hafa þar að auki klerka af sértrú wahabíta.