Opið þjóðfélag

Punktar

Opið þjóðfélag þýðir ekki, að hugverk verði ókeypis og höfundaréttur sé fótum troðinn. Opið þjóðfélag þýðir, að fólk geti vitað, hvað vondir bralla í leyni. Merkasta framlag pírata til stjórnmála er krafan um opið þjóðfélag. Hún á rætur að rekja til opins hugbúnaðar á borð við Linux. Þróaðist síðan yfir í opið samfélag, þar sem áður leyndar upplýsingar eru opnaðar almenningi. Vitneskja almennings er forsenda þess, að lýðræði sé starfhæft. Auðskrímslið sækir með alls kyns leynd að þjóðum. Til dæmis er Ísland aðili að leyniviðræðum um, að fyrirtæki fái réttarstöðu þjóðríkja. Gegn öllu slíku þarf að berjast af hörku.