Vegna mismunar á framboði og eftirspurn getum við náð auðlindarentu af útgerð, stóriðju og ferðaþjónustu. Getum einfaldlega boðið út afnot þessara auðlinda. Sjávarútvegur getur auðveldlega borgað 30 milljarða á ári í auðlindarentu. Stóriðjan getur eins auðveldlega borgað aðra 30 milljarða á ári. Þarna eru örfáar blóðsugur að sliga þjóðina. Síðan getur ferðaþjónustan borgað enn eina slummuna, 30 milljarða á ári, til dæmis með eðlilegum vaski. Þarna eru tæpir 100 milljarðar á ári, sem geta staðið undir menntun og heilsugæzlu þjóðarinnar. Skatturinn til lífeyrissjóða á svo að geta staðið undir elliárum þjóðarinnar.