Sýndarveröldin þín

Punktar

Greifarnir og þjónar þeirra segja þér, að þér líði vel. Íslendingar séu þjóða bezt settir. Samkvæmt ótal mælikvörðum, sem mæla ekki neitt. Þeir segja barninu með tannpínu, að því líði vel, þótt pabbi hafi ekki efni á að borga tannlækni. Þeir segja sjúklingi á biðlista, að honum líði vel, þótt biðlistinn hafi lengst upp í nokkur ár. Segja þig fá lyf við öllu, þótt þú hafir ekki efni á að leysa út lyfin þín. Segja, að framboð á félagsstarfi barna sé flott, þótt ekki sé til peningur til að borga það. Segjast hafa gert glæsilega kjarasamninga fyrir þig. Þótt þú sért alls engu nær því að geta eignast íbúð eða tekið íbúð á leigu.