Gaman að sjá ofsa silfurskeiðunga við að níðast á Reykjavík. Þegar ekki tókst að ná skipulagsvaldi flugvallarins af Reykjavík, var Akureyri og Egilsstöðum bætt við. Þegar norðanmenn og austanmenn urðu brjálaðir, var málinu þröngvað í æðiskasti gegnum samgöngunefnd alþingis með því að kalla varamenn af öðrum nefndafundum. Gaman verður fyrir upphafsmann gerræðisins, Höskuld Þórhallsson, að sjá sínum plássum stungið í pokann með Reykjavík. Hann hafði auðvitað ekki greind til að sjá það fyrir. Nú þurfa silfurskeiðungar að taka á öllu sínu til að mæta öllum þeim, sem eru uppi á háa C-i. Heimskan ríður ekki við einteyming.