Samningar Faxaflóamanna og verzlunarmanna eru smán. Í þeim er engin vörn gegn verðhækkunum atvinnurekenda. Í þeim felast engin 300.000 króna laun núna, bara einhvern tíma á næsta kjörtímabili. Þau laun verða þá einskis virði. Smánin er krýnd með samkomulagi um, að fái háreistari félög betri laun, muni Faxaflóamenn og verzlunarmenn fá að fljóta með. Í þess háttar klausu er innbyggð játning á eigin vangetu og vanhæfni. Samningarnir duga ekki í lágmarkslaunum, meðallaunum og í launasamanburði við aðra. Þeir eru einfaldlega smán. Munu auka þrýsting á landflótta til næstu þjóða, þar sem ekki eru pólitískir glæpamenn við völd.