Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins dreifa á vefnum upplýsingum, sem sýna góða stöðu Íslands. Annars vegar í jafnari tekjudreifingu en nokkru sinni fyrr. Hins vegar í baráttu við útrýmingu fátækar. Gallinn við þessar tölur er, að þær eru frá árinu 2013, þegar lauk kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þær sýna því ekki árásir Bjarna Benediktssonar á lífskjör almennings, einkum láglaunafólks, aldraðra og öryrkja. Þannig eru bófar að hrósa sér af afrekum fyrri ríkisstjórnar á erfiðum tíma. Við skulum svo bíða og sjá til, hvað tölur frá árinu 2015 sýna. Hætt er við, að rostinn lækki þá í stuðningsliði bófanna.