Ekkert lát er á smíði TISA, TPP og TTIP fjölþjóðasamninga. Fela í sér jafnstöðu stórfyrirtækja sem ígildi þjóðríkja. Geta samkvæmt þeim sett þjóðríkjum stólinn fyrir dyrnar. Geta hafnað neytendavernd, umhverfisvernd og lágmarkslaunum, svo dæmi séu nefnd. Ísland er aðili að leyniviðræðunum. Wikileaks hefur í tvígang birt leyniskjöl af fundunum, en heimsfjölmiðlar stórfyrirtækjanna þegja þunnu hljóði, jafnvel Guardian. Martin Eyjólfsson sendifulltrúi vinnur að þessum landráðum í skjóli Gunnars Braga ráðherra. Öll vinnubrögð og allar meginlínur leyndarmálsins fela í sér skýr landráð og skýra atlögu að grunnstoðum lýðræðis.