Hraðari hlýnun jarðar

Punktar

Loftslagsráð Sameinuðu þjóðanna IPCC, og bandaríska loftslagsstofnunin NOAA eru sammála. Nýjar og auknar mælingar sýna vaxandi hlýnun af mannavöldum. Komið er til sögunnar stóraukið gagnamagn frá sjálfvirkum veðurstöðvum víðs vegar um úthöfin. Gögnin ná einnig til ársins 2014. Þau sýna, að ekkert lát er á hlýnun jarðar og að hraði þessarar hlýnunar fer vaxandi. Þeim fækkar ört, sem efast, enda eru það einkum stofnanir, sem vinna fyrir olíuiðnaðinn og aðra mengandi hagsmunaaðila. Hér er sama sagan og um tóbakið á sínum tíma, alltaf eru til einhverjir „fræðimenn“ á launum við að afneita staðreyndum í þágu hagsmuna.

IPCC
NOAA